top of page


Um mig
Velkomin á heimsíðuna mína!
Ég er 26 ára leikkona frá Keflavík búsett í Reykjavík. Ég er ættleidd frá Indlandi og hef búið á Íslandi allt mitt líf. Ég er þrautseig, metnaðarfull og dugleg. Ég elska að kynnast nýju fólki og hef gaman að prófa eitthvað nýtt.
Ég byrjaði að hafa áhuga á leiklist þegar ég var ung og naut þess að leika í skólaleikritum.
Árið 2019 ákvað ég að sækja um nám við leiklist í Kvikmyndaskóla Íslands og ég hef svo sannarlega ekki séð eftir því! Þar blómstraði ég svo sannarlega.
Árið 2023 stofnaði ég ásamt vinkonum mínum listahópinn Bam og erum við á fullu að skapa og fá fólk til að hlæja.

bottom of page